Tenglar

20. júlí 2016 |

Bolir og medalíur vegna Reykhóladagahlaupsins

Bolirnir eru merktir í bak og fyrir.
Bolirnir eru merktir í bak og fyrir.
1 af 4

Fjórar vegalengdir eru í boði í Reykhóladagahlaupinu á laugardags-morgun, 2,5 km, 5 km, 8 km og 15 km. Sérstakir bolir ásamt medalíu eru (ásamt drykk) innifaldir í þátttökugjaldinu, sem er 1.500 krónur. Jafnframt er frítt í sund að hlaupi loknu. Bæði bolirnir og medalíurnar (með merki Reykhólahrepps, sjá mynd nr. 4) eru nú þegar til reiðu.

 

Ekki er sérstök skráning í hlaupið fyrirfram, en gott væri að vera búinn að kaupa sér bol áður til að flýta fyrir. Það má líka alveg kaupa bol án þess að hlaupa (og svo má að sjálfsögðu labba). Bolirnir verða til sölu á tónleikum Bjartmars annað kvöld (fimmtudag) og á viðburðum á föstudag frá hádegi. Jóhanna Ösp verður með þá í skottinu á bílnum hvert sem hún fer.

 

Bolirnir eru merktir í bak og fyrir, eins og sjá má á myndunum af glaðbeittum fyrirsætum. Það eru þau Ágúst Már Gröndal, skrifstofustjóri Reykhólahrepps, og Jóhanna Ösp Einarsdóttir, umsjónarmaður Reykhóladaganna.

 

Dagskrá Reykhóladaganna 2016

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31