Tenglar

6. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Bollubíllinn á Reykhólum: Bollur teknar frá

Nú líður að bolludegi og sprengidegi. Síðan kemur öskudagur.
Nú líður að bolludegi og sprengidegi. Síðan kemur öskudagur.

Eyvi kaupmaður á Reykhólum verður á bollubílnum fyrir bolludaginn eins og áður. Hann fer á sunnudagsmorgun (bolludagurinn er á mánudag) suður í Geirabakarí í Borgarnesi og nýbakaðar bollurnar ættu að vera komnar í Hólakaup um kl. 13.30. Ef fólk vill láta taka frá fyrir sig, þá er bara að hringja í búðina sem allra fyrst (434 7890).

 

Fyrir sprengidaginn á þriðjudag er nóg til í Hólakaupum af saltkjöti og baunum og því sem við á að éta. Á öskudaginn á miðvikudag verður að venju nammi fyrir söngglaða.

 

15.02.2012 Meira en 300 km akstur að sækja bollurnar

20.02.2012 Gísli Einarsson, Eyvi og bollurnar - myndskeiðið

 

Athugasemdir

Halldór Jóh., mivikudagur 06 febrar kl: 23:32

Ingimar í Brauðval Akranesi(var í Búðardal lengi) er með ódýrari bollur er ég 99.99 % viss um,og örugglega ekki verri,held ég..:)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31