Tenglar

2. desember 2011 |

Bomm kom í heiminn 11.11.11

1 af 2

Vefsíðan Bomm.is sem er vefverslun og aukageta Hildar Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, kom í heiminn 11.11.11. Þar fást bolir og fleira fyrir ófrískar konur. „Ég var lengi búin að ganga með þetta fyrirtæki í maganum,“ sagði Hildur í samtali við Mörtu Maríu á Smartlandi á mbl.is í fyrradag. „Auðvitað stendur Bomm á bolunum en líka Í vinnslu og Ekki snerta því að margar konur kæra sig ekkert um að fólk þreifi á bumbunum þeirra. Svo eru líka til bolir sem eru ekki með neinni áletrun.“

 

Í fyrirtækjaskráningunni var Hildi vel tekið þegar hún skráði fyrirtækið sitt Bomm. „Þeir höfðu ekki í langan tíma skráð skemmtilegra heiti, sögðu þeir.“

 

Hildur heldur líka úti vefsíðunni Meðganga.is, sem hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um meðgönguna og allt sem henni fylgir.

Hún er einnig upphafsmaður stuðningssamtakanna Litlir englar. Samtökin og vefsíða þeirra eru ætluð þeim sem hafa misst börn sín í móðurkviði í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu, sem og þeim sem þurfa að binda enda á meðgöngu vegna alvarlegs fæðingargalla barnsins. Vefsíðan er jafnframt ætluð þeim sem misst hafa börn sín einhvern tímann á lífsleiðinni og öllum þeim sem einhverra hluta vegna telja sig þurfa á henni að halda. Hildur Jakobína sem sjálf er móðir lítils engils stofnaði samtökin í ársbyrjun 2002.

 

Skoðið vefsíðurnar hér:

     Bomm

     Meðganga

     Litlir englar

 

Umfjöllunin á Smartlandi Mörtu Maríu í heild

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31