Tenglar

21. febrúar 2017 | Umsjón

Borða hrossakjötið hrátt

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson.

„Við erum spenntir fyrir þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, í samtali við Morgunblaðið í dag um útflutning á hrossakjöti héðan til Japans. Þar opnaðist óvænt í haust stór markaður og eru nú 600 kíló af íslensku hrossakjöti flutt þangað í hverri viku. Vonir eru bundnar við að aukning geti orðið á þessum útflutningi og er í því sambandi talað um 2,5 til 3 tonn vikulega. Verðið sem fæst fyrir kjötið er það hæsta sem greitt er fyrir útflutt kjöt frá Íslandi.

 

Í umfjöllun um þennan útflutning í Bændablaðinu segir að ársneysla hrossakjöts í Japan nemi um 15 þúsund tonnum. Eru um 8 þúsund tonn flutt inn. Japansmarkaður er stór því í landinu búa um 150 milljónir manna.

 

Japanir borða hrossakjöt hrátt og þarf því mjög að vanda til vörunnar og flutnings á markaðinn. Strangar reglur gilda um meðferð á hráu hrossakjöti í Japan og er haft strangt eftirlit með vinnslu þess. Krafist er mikils hreinlætis, góðrar kælingar og hraðra flutninga og er því hrossakjötið héðan allt flutt með flugi.

 

Hér á landi er ekki um að ræða eiginlega hrossakjötsframleiðslu. Hins vegar fellur alltaf eitthvað til af kjöti af hrossum sem er verið að afsetja eða hrossum sem passa ekki inn á lífhrossamarkaðinn. Þessum hrossum þarf að finna farveg og um leið að hámarka virði hvers grips og nýta hann eins og hægt er.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31