Tenglar

10. september 2015 |

Borðaklipping í Múlasveit

Frá þverun Mjóafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson á síðasta ári.
Frá þverun Mjóafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson á síðasta ári.

Nýi vegurinn í Múlasveit, vestasta hluta Reykhólahrepps, verður formlega opnaður á hefðbundinn hátt kl. 16 á morgun, föstudag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Athöfnin fer fram við áningarstað rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð.

 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir:

 

Vestfjarðavegur (60) er aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi.

 

Þetta er einn af stóráföngunum í bættum samgöngum á svæðinu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Brattabrekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002).

 

Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eftir á sunnanverðum Vestfjörðum, kaflinn í Gufudalssveit þar sem ágreiningur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30