Tenglar

16. apríl 2009 |

„Börn og ferðalög“ á aðalfundi Ferðamálasamtakanna

Málþing undir heitinu Börn og ferðalög verður haldið í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem haldinn verður á Drangsnesi við Steingrímsfjörð um helgina. Fundurinn hefst annað kvöld, föstudagskvöld, og verður margt í boði til fróðleiks og skemmtunar fyrir utan „venjuleg aðalfundarstörf". Dagskrána má sækja hér (pdf-skjal). Aðalfundir samtakanna færast hverju sinni milli svæða innan Vestfjarðakjálkans og var fundurinn haldinn á Reykhólum á síðasta ári. Drangsnes varð fyrir valinu á Ströndum að þessu sinni vegna sérstaklega mikils dugnaðar við uppbyggingu ferðaþjónustu þar undanfarin ár, segir á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

 

Dagskrá málþingsins Börn og ferðalög er metnaðarfull. Þar fjalla sex fyrirlesarar víðs vegar að um börn og ferðaþjónustu á Íslandi frá mörgum sjónarhornum.

 

Ferðaþjónar á Vestfjörðum og aðrir sem áhuga hafa fyrir uppbyggingu greinarinnar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í dagskránni og þeim viðburðum sem verða í boði á Drangsnesi yfir helgina, hvort sem þeir eru félagar í Ferðamálasamtökunum eða ekki. Atkvæðisrétt á aðalfundinum hafa hins vegar einungis fullgildir og skuldlausir félagar.

 

Allar frekari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfanginu arnkatla2008@strandir.is.

 

Vefur Ferðamálasamtaka Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30