Tenglar

13. apríl 2022 | Sveinn Ragnarsson

Bót og betrun í Sævangi um páskana

1 af 4

Leikfélag Hólmavíkur setur upp farsann Bót og betrun eftir Michael Cooney, í leikstjórn Sigurðar Líndals. Frumsýnt verður á páskadag kl. 20:00 og eru allar sýningar í Sævangi.

 

Verkið gerist í London og fjallar um Eric Swan, sem hefur verið duglegur að svíkja út bætur síðustu tvö árin. Hann ætlar sér þó að minnka svindlið, en þá vindur það upp á sig með sífellt skrautlegri afleiðingum. Inn í málið flækjast meðal annars leigjandinn hans, sambandsráðgjafi og útfararstjóri, ásamt ýmsum öðrum.

 

Þeir tíu leikarar sem leika eru allt frá því að vera nýliðar á fjölunum, yfir í gamlar kempur innan leikfélagsins.

 

Tveir leikaranna eru úr Reykhólasveit, þær Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir sem jafnframt er formaður leikfélagsins og Anna Björg Þórarinsdóttir sem einnig sér um leikskrá.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30