Tenglar

7. mars 2021 | Sveinn Ragnarsson

Botnrannsóknir vegna hafnar- og vegagerðar

Við höfnina á Reykhólum, mynd Björn Samúelsson
Við höfnina á Reykhólum, mynd Björn Samúelsson
1 af 3

Við höfnina á Reykhólum eru eru menn frá Vegagerðinni með borpramma. Þeir eru að kanna botnlag í höfninni á Reykhólum áður en hönnun hefst á nýju stálþili sem á  að reka niður utan á  gamla þilið.

 

Þegar stálþil eru endurnýjuð er það yfirleitt gert þannig að nýja þilið er rekið niður utan við gamla þilið, sem verður síðan hluti af fyllingunni í bryggjunni sem stækkar dálítið við þetta, auk þess sem viðlegukanturinn verður lengdur, eins og fjallað var um hér fyrir skömmu.

 

Að lokinni vinnu við höfnina fara þeir með borprammann vestur í Djúpafjörð og Gufufjörð til frekari kannana á brúarstæðunum þar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31