20. febrúar 2012 |
Bráðum nírætt en þó síungt félag heldur aðalfund
Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi verður haldinn í matsal Reykhólaskóla kl. 20 annað kvöld, þriðjudag. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru eindregið hvattir til að sitja fundinn og nýtt fólk velkomið. Stjórn Aftureldingar skipa Guðrún Guðmundsdóttir formaður, Herdís Erna Matthíasdóttir gjaldkeri og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir ritari.
Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi var stofnað 14. mars 1924, þannig að nú líður að 88 ára afmæli þess. Stjórnin hefur eingöngu verið skipuð konum frá því að Egill Sigurgeirsson baðst undan áframhaldandi formennsku fyrir þremur árum.