Tenglar

4. mars 2019 | Sveinn Ragnarsson

Breiðafjarðar- og Strandaprestakall

Nokkrar af kirkjunum sem taldar eru upp
Nokkrar af kirkjunum sem taldar eru upp

Kirkjuþing samþykkti tillögu um sameiningu prestakalla í Austurlands- og Vestfjarðaprófastsdæmum.

Hólmavíkur- og Reykhólaprestaköll í Vestfjarðaprófastsdæmi verða sameinuð í eitt prestakall sem mun bera heitið Breiðafjarðar- og Strandaprestakall.

Í greinargerð með tillögunum kom fram að tillögurnar séu hluti af stefnu biskupafundar um nýskipan prestakalla á landsvísu sem unnið hafi verið að. Felist í þeirri stefnu að horfið verði frá einmenningsprestaköllum, þar sem því verði við komið.

 

Í Reykhólaprestakalli eru 8 kirkjur

  • Flateyjarkirkja
  • Múlaneskirkja
  • Gufudalskirkja
  • Reykhólakirkja
  • Garpsdalskirkja
  • Staðarhólskirkja
  • Skarðskirkja
  • Staðarkirkja á Reykjanesi,

 

Í Strandasýslu og Strandabyggð eru eftirtaldar kirkjur, en ekki er víst að þær séu allar í prestakallinu. Mörk prestakalla fylgja ekki endilega sýslu- eða hreppamörkum;

Nauteyrarkirkja

Melgraseyrarkirkja

Unaðsdalskirkja (er reyndar í Ísafjarðarbæ)

Árneskirkjur (2)

Hólmavíkurkirkja

Staðarkirkja í Steingrímsfirði

Drangsneskapella

Kaldrananeskirkja

Kollafjarðarneskirkja

Óspakseyrarkirkja

Prestbakkakirkja

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30