23. febrúar 2015 |
Breiðafjarðarferjan: Eimskip vill kaupa Sæferðir
Undanfarnar vikur hefur Eimskip átt í viðræðum við eigendur Sæferða í Stykkishólmi um hugsanleg kaup á fyrirtækinu og hafa félögin undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Eimskip sendi frá sér núna fyrir helgi. Sæferðir reka tvö skip í siglingum á Breiðafirði, annars vegar ferjuna Baldur, sem siglir milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey, og hins vegar Særúnu, sem notuð er í skoðunarferðum um Breiðafjörð.