Tenglar

25. júní 2011 |

Breiðafjörður: Greint frá hruni í varpi svartbaksins

Varpi fugla við Breiðafjörð er nú lokið. Það hefur vakið athygli manna hversu lélegt svartbaksvarp hefur verið í vor. Oft eru sveiflur á milli ára en nú hefur varpið gjörsamlega hrunið í nokkrum eyjum, þar sem mikið varp hefur verið áður fyrr og enginn veit hver ástæða þess er.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

 

„Ætli varpið núna hjá svartbaknum sé ekki um 10% af venjulegu varpi. Það sveiflast alltaf eitthvað til á milli ára og þar hefur tíðarfar og æti áhrif. Varpið datt niður fyrir 5-6 árum og hefur verið vaxandi síðan. Í fyrra var það með albesta móti. En þá gerist þetta. Ég hef enga skýringu á þessu. Í vetur hefur tíðarfarið verið gott og eins hefur verið mikið æti í Breiðafirði, bæði síld og loðna. Ég trúi því ekki að fæðuskortur valdi þessu. Það er eitthvað annað sem kemur til, en hvað það er hef ég ekki svör við“, segir Páll Hjaltalín, sem fæddist og ólst upp í Brokey í mynni Hvammsfjarðar.

 

Í Brokey hefur verið mjög mikið svartbaksvarp og hefur Páll fylgst með því í tugi ára. Hann segir að varpið nú sé það lélegasta eftir að hann fór að muna eftir sér. Hann telur að varpið sé aðeins brot af því sem hefur verið undanfarin ár.

 

Sömu sögu er að segja frá Stagley sem er miðja vegu milli Stykkishólms og Flateyjar. Í Stagley hefur verið mikið svartbaksvarp sem hefur verið nytjað. „Þetta er ekki neitt miðað við síðustu ár“, segir Ásgeir Gunnar Jónsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30