9. apríl 2012 |
Breiðfirðingafélagið: Snæbjörn endurkjörinn formaður
Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd var enn á ný endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins á aðalfundi þess fyrir nokkru. Af sjö stjórnarmönnum í félaginu eru fimm konur, þær Sigrún Halldórsdóttir varaformaður, Alvilda Þóra Elísdóttir ritari, Sæunn G. Thorarensen varagjaldkeri, Sigríður Karvelsdóttir vararitari og Júlíana Ósk Guðmundsdóttir meðstjórnandi. Hinn karlinn í stjórninni er Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri. Inga Hansdóttir sem starfað hafði lengi í stjórninni gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru henni þökkuð vel unnin störf.
Á myndinni er Snæbjörn formaður Breiðfirðingafélagsins í kunnuglegri múnderingu grillmeistara í sumarferðinni 2009 (úr einni af mörgum myndasyrpum á vef félagsins).