11. júní 2011 |
Breiðfirðingafélagið fer að þessu sinni í Dali
Árleg sumarferð Breiðfirðingafélagsins verður að Árbliki í Dölum 24. til 26. júní. Á föstudagskvöldinu hittist mannskapurinn, spjallar saman og segir brandara. Fólk er hvatt til að hafa gítar eða harmoniku meðferðis. Á laugardagsmorgun verður farið í skoðunarferð um nágrennið. Kveikt verður upp í grillinu kl. 18 og síðan skemmtir fólk sér fram eftir nóttu. Þetta kemur m.a. fram í nýútkomnu fréttabréfi Breiðfirðingafélagsins. Þar segir einnig, að stöðugt fjölgi þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og það sé töluverður sparnaður fyrir félagið. Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda póst á bf@bf.is.
Þeir sem vilja ganga í Breiðfirðingafélagið geta skráð sig á vef félagsins.
Minningarkort Breiðfirðingafélagsins eru til sölu hjá Grétari Sæmundssyni í síma 551 0986 og húsvörðum Breiðfirðingabúðar í síma 892 4511.
Sjá einnig:
04.05.2011 Snæbjörn endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins
13.07.2008 Myndir úr sumarferð Breiðfirðingafélagsins
30.06.2008 Breiðfirðingar þrefölduðu fólksfjöldann á Reykhólum