Tenglar

14. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Breiðfirska bátahátíðin verður fyrstu helgina í júlí

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar gengst fyrir hátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn dagana 6. og 7. júlí. Dagskráin hefst með því að þátttakendur safnast saman með báta sína á Reykhólum föstudaginn 5. júlí. Ef aðstæður leyfa verður möguleiki á sameiginlegu grilli þá um kvöldið og yrði þá farið yfir leiðarlýsingu ferðarinnar og fróðleik um það sem fyrir augu mun bera.

 

Morguninn eftir, laugardag kl. 10, verður lagt úr höfn á Reykhólum og siglt vestur með Reykjanesi, um Staðareyjar og inn Þorskafjörð, Gufufjörð og Djúpafjörð og aðstæður skoðaðar. Áð verður við Teigsskóg í Þorskafirði og hann skoðaður en síðan verður siglt að Stað á Reykjanesi og lýkur dagsferðinni þar.

 

Sunnudaginn 7. júlí verður farið frá Stað kl. 10 og siglt út í Sviðnur og deginum varið með heimafólki sem fræðir um eyjuna og sögu hennar. Síðan siglt til baka til Staðar og eru þar ferðarlok.

 

Gera má ráð fyrir að ferðin taki 6-8 klukkustundir hvorn dag.

 

Á meðfylgjandi korti má sjá fyrirhugaða siglingaleið (smellið á til að stækka).

 

Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður mestu um það hvernig siglingarnar verða og getur áætlunin því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna í Breiðafirði.

 

Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð.

 

Allir súðbyrðingar er velkomnir og vill félagið hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar í þessu fallega umhverfi.

 

Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og á Stað og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðafólk í Reykhólasveit.

 

Frekari upplýsingar veita Sigurður Bergsveinsson, sberg@isholf.is, sími 893 9787, og Hafliði Aðalsteinsson, haflidia@centrum.is, sími 898 3839.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30