10. apríl 2012 |
Breiðfirskir vortónleikar í Langholtskirkju
Breiðfirðingakórinn heldur sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju á laugardag, 14. apríl, og hefjast þeir kl. 16. Dagskráin er fjölbreytt með hefðbundnum kórlögum í bland við margs konar önnur lög, bæði íslensk og erlend. Einsöngvari með kórnum er fimbulbassinn Davíð Ólafsson, stjórnandi er Hrönn Helgadóttir og undirleik annast Helgi Már Hannesson.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Aðgöngumiðar fást hjá kórfélögum og við innganginn. Í hléi verða í boði kaffi, gos og kleinur.