Tenglar

30. júní 2011 |

Brekkufríð er Barmahlíð / blómum víða sprottin ...

Bogga, Alma, Lilja, Hrefna og Guðmundur.
Bogga, Alma, Lilja, Hrefna og Guðmundur.
1 af 4
Líklega er óvenjuseint að setja sumarblóm í koppa og kirnur þegar svo mjög er liðið á sumarið að daginn er tekið að stytta. En - betra er seint en aldrei. Eiginlega er sumarið komið á Reykhólum núna fyrst. Nema það fari strax aftur eins og á sunnudaginn var. Þá kíkti það í síðdegiskaffi en fór aftur þegar kláraðist úr bollanum - leist sennilega ekkert á tíðarfarið. Í allan dag hefur hins vegar verið veðurblíða og glaðasólskin, hitinn fór yfir fimmtán stig síðdegis og vindur hægur. Það eru viðbrigði eftir nánast linnulausan norðaustansperring og kuldaskratta mánuðum saman, fyrir utan litlu eða hreint engu skárri suðvestanátt í nokkra daga fyrir nokkrum vikum.
 
Heimilisfólkið á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum spáir því að núna sé sumarið komið í fasta vist langt fram á haust (fleiri geta spáð um tíðina en veðurklúbburinn frægi á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík). Sumarblóm voru sett í þar til gerð ílát og ekki var langt að sækja blómin - í fjölskrúðugt steinbeð sunnan við húsið. Spurning vaknaði og hér með er óskað svars við henni - sjá mynd nr. 4. Smellið á myndirnar til að stækka þær. 

 

Heimilið dregur nafn sitt að sjálfsögðu af Barmahlíðinni fögru skammt innan við Reykhóla. Hún var Jóni skáldi og sýslumanni Thoroddsen frá Reykhólum hugstæð. Allir þekkja víst kvæðið sem hefst á ljóðlínunum Hlíðin mín fríða, hjalla meður græna, blágresið blíða, berjalautu væna ...

 

Líklega kannast öllu færri við hringhenda lausavísu sem Jón Thoroddsen orti einnig og miklu fyrr:

 

          Brekkufríð er Barmahlíð,

          blómum víða sprottin.

          Fræðir lýði fyrr og síð:

          Fallega smíðar Drottinn.

 

26.06.2011  Lambhrútur kemur með sumarið í síðdegiskaffi

 

Athugasemdir

Jóhanna B., fimmtudagur 30 jn kl: 20:23

Blómið heitir eftir tegund af taui, veit ekki um fluguna.

Hlynur Þór Magnússon, fstudagur 01 jl kl: 18:37

Mér er tjáð að blómið heiti flauelsblóm. Sjálfur þekki ég einungis þrjár sortir af blómum - fífla, sóleyjar og neríur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30