Brellurnar hvíldu hjólin og gistu í Bjarkalundi
Verndarar söfnunarinnar eru Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Halla Dís Hallfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á St. Fransciskusspítala í Stykkishólmi og einn trúnaðarmanna Blindrafélagsins.
Að sögn Ásthildar Sturludóttur höfðu í gær safnast rúmlega 450.000 krónur. Ferðin hefur gengið vel þó að Brellurnar hafi lent í honum kröppum í hvassviðri á Barðaströnd og tvær þeirra fuku um koll í vindhviðu.
Áheitunum er safnað þannig að fólk er beðið um að heita einhverri vissri upphæð á hvern kílómetra sem hjólaður er. Ef fólk vill má það líka láta einhverja tiltekna upphæð ganga til þessa málefnis og leggja hana inn á söfnunarreikninginn 153-05-23, kt.100674-3199.
Á annarri myndinni eru Brellurnar að renna úr hlaði í Bjarkalundi um morguninn en hin var tekin skömmu áður þegar þær voru í eldhúsinu að útbúa sér nesti. Þórarinn Ólafsson tók myndirnar.
Sjá einnig:
04.06.2011 Áheitasöfnun: Brellurnar hjóla Vestfjarðahring