Tenglar

8. júní 2011 |

Brellurnar hvíldu hjólin og gistu í Bjarkalundi

Hjólað af stað frá Bjarkalundi.
Hjólað af stað frá Bjarkalundi.
1 af 2
„Brellurnar“ frá Patreksfirði, sem eru alla þessa viku að hjóla Vestfjarðahring, komu við í Bjarkalundi og gistu þar. Tilgangur ferðarinnar er að safna áheitum fyrir Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur á Patreksfirði, sem er 37 ára og nýorðin lögblind. Heitið Brellurnar er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið á Patreksfirði. Brellurnar skipa Björg Sæmundsdóttir, Elín Kristín Einarsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir og Sædís Eiríksdóttir, sem keyrir fylgdarbíl og leysir af að hjóla.

 

Verndarar söfnunarinnar eru Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Halla Dís Hallfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á St. Fransciskusspítala í Stykkishólmi og einn trúnaðarmanna Blindrafélagsins.

 
Að sögn Ásthildar Sturludóttur höfðu í gær safnast rúmlega 450.000 krónur. Ferðin hefur gengið vel þó að Brellurnar hafi lent í honum kröppum í hvassviðri á Barðaströnd og tvær þeirra fuku um koll í vindhviðu.
 

Áheitunum er safnað þannig að fólk er beðið um að heita einhverri vissri upphæð á hvern kílómetra sem hjólaður er. Ef fólk vill má það líka láta einhverja tiltekna upphæð ganga til þessa málefnis og leggja hana inn á söfnunarreikninginn 153-05-23, kt.100674-3199.

 

Á annarri myndinni eru Brellurnar að renna úr hlaði í Bjarkalundi um morguninn en hin var tekin skömmu áður þegar þær voru í eldhúsinu að útbúa sér nesti. Þórarinn Ólafsson tók myndirnar.

 

Sjá einnig:

04.06.2011  Áheitasöfnun: Brellurnar hjóla Vestfjarðahring

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30