Tenglar

28. febrúar 2015 |

Breytingar á gjaldskrá Grettislaugar

Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.

Ný gjaldskrá fyrir Grettislaug á Reykhólum tekur gildi núna um mánaðamótin og hækka flest gjöld í samræmi við hækkun á vísitölu. Aðrar breytingar eru þó veigameiri. Ekki verður lengur frítt í laugina fyrir börn og ungmenni heldur verða gefin út tómstundakort (sjá hér neðar). Ekki verður heldur frítt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega eins og verið hefur, heldur greiða þeir sama gjald og börn og ungmenni.

 

Tilhögunin varðandi tómstundakortin gildir eingöngu um börn og ungmenni á aldrinum 6-17 ára (þ.e. frá og með síðasta ári í leikskóla), sem eiga lögheimili í Reykhólahreppi. Foreldrar sem kaupa árskort í laugina fyrir börnin sín (skv. framanritaðri skilgreiningu) geta komið á skrifstofu Reykhólahrepps og fengið andvirðið endurgreitt. Innistæðan á tómstundakortinu er kr. 15.000 fyrir árið 2015 og dugar því fyrir árskorti í laugina og einhverju námskeiði að auki. Tómstundakortin verða ekki afhent, heldur verður haldið utan um endurgreiðslur á skrifstofu hreppsins.

 

Sjá gjaldskrána hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31