5. febrúar 2010 |
Breytingar á gjaldskrám Reykhólahrepps
Gjaldskrár Reykhólahrepps og stofnana hans hafa almennt hækkað í takti við annað í samfélaginu og tóku hækkanirnar gildi um áramótin. Vakin er athygli á því að gjaldskrárnar er að finna á pdf-formi í reitnum Gjaldskrár hér neðst á síðunni. Auk þess er upplýsingar úr sumum gjaldskránum einnig að finna á síðum stofnana hreppsins sem finna má í dálkinum hér hægra megin á vefnum.