Breytingar í nefndum Reykhólahrepps
Breytingar voru gerðar á skipan aðalmanna og varamanna í tveimur nefndum Reykhólahrepps á fundi sveitarstjórnar í dag. Eftirfarandi var bókað:
Kosning varamanns í skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd.
Tryggvi Gunnarsson, annar varamaður í skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd, hefur flutt lögheimili sitt í annað sveitarfélag og hefur því misst kjörgengi sitt. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, þriðji varamaður nefndarinnar, færist upp sem annar varamaður. Nýr þriðji varamaður í skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd er kjörinn Bjarni Þór Bjarnason.
Aðalmaður og kosning varamanns í mennta- og menningarmálanefnd.
Guðrún Guðmundsdóttir, þriðji aðalmaður í mennta- og menningarmálanefnd, hefur flutt lögheimili sitt í annað sveitarfélag og hefur því misst kjörgengi sitt. Árný Huld Haraldsdóttir, fyrsti varamaður í nefndinni, færist upp sem þriðji aðalmaður og aðrir varamenn flytjast upp um eitt sæti. Nýr þriðji varamaður er kjörin Ólafía Sigurvinsdóttir.