Tenglar

17. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Bridge: Afmælis- og jólagjöf í Búðardal

Jón J., Þorsteinn, Jón S., Eyvindur og Guðmundur og síðan Davíð fremst.
Jón J., Þorsteinn, Jón S., Eyvindur og Guðmundur og síðan Davíð fremst.
1 af 6

Félagar í Bridgefélagi Hólmavíkur, þar á meðal Reykhólabúarnir Eyvindur Magnússon og Guðjón D. Gunnarsson, skruppu í Búðardal á sunnudag og heimsóttu bridgemanninn gamla Davíð Stefánsson fyrrum bónda á Saurhóli í Saurbæ, sem dvelur í Silfurtúni. Hann hefur ekki komist til Hólmavíkur í vetur að spila og var þetta eins konar afmælisgjöf til hans og jafnvel jólagjöf líka, því að hann verður áttræður á aðfangadag, - „enda dýrkum við hann eins og Jesúbarnið væri,“ segir Eyvi.

 

Spilað var á fjórum borðum og réðust úrslit á síðasta skorblaðinu eftir jafna baráttu:

 

1. Jón Jónsson á Kirkjubóli og Þorsteinn Newton á Hólmavík 100 stig (59,52%).

2. Eyvindur Magnússon á Reykhólum og Jón Stefánsson á Broddanesi 98 stig (58,33%).

3. Davíð Stefánsson frá Saurhóli og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum 92 stig (54,76%).

 

Bridgefélagið þakkar góðar móttökur og veitingar sem í boði voru.

 

Bridgemót kennt við Davíð frá Saurhóli hefur verið haldið síðustu tvo áratugina. Í tilefni af sextugsafmæli Davíðs ákváðu félagar hans í Umf. Stjörnunni að heiðra hann fyrir brennandi áhuga á bridge og fyrir áralangan dugnað við að halda þeirri íþrótt gangandi innan sveitar sem utan og koma á stórum sem smáum bridgemótum um langt árabil. Félagar hans vissu að ekkert myndi gleðja hann betur en að efna til bridgemóts og tileinka honum og gera það að reglulegum viðburði. Davíðsmótið var í upphafi haldið árlega en þegar spilurum fækkaði var farið að halda það annað hvert ár.

 

26.04.2013 Davíðsmótið í bridge haldið í Tjarnarlundi

30.04.2011 Davíðsmótið: Reykhólamenn fengu gull og bikara

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30