Bridge: Hjá okkur er upplagt að byrja
Vetrarstarfið hjá bridgedeild Breiðfirðingafélagsins er að hefjast og verður spilað á sunnudögum kl. 19. Fyrsta spilakvöldið verður núna á sunnudagskvöld, 10. janúar, og verður þá spilaður tvímenningur. Spilakvöldið kostar kr. 1000, kaffi og te innifalið. Stjórn deildarinnar vonast til að sjá sem flesta og hvetur félagana til að taka með sér nýja spilamenn. „Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig að spila bridge, allir velkomnir.“ Spilað er í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík.
Spilakvöldin fram á vor:
10. janúar: Tvímenningur
17. janúar: Tvímenningur
24. janúar: Tvímenningur, keppni 1 af 4
31. janúar: Tvímenningur, keppni 2 af 4
7. febrúar: Tvímenningur, keppni 3 af 4
14. febrúar: Tvímenningur, keppni 4 af 4
21. febrúar: Tvímenningur
28. febrúar: Hraðsveitakeppni, 1 af 3
6. mars: Hraðsveitakeppni, 2 af 3
13. mars: Hraðsveitakeppni, 3 af 3
20. mars: Páskamót/barómeter
3. apríl: Tvímenningur
10. apríl: Tvímenningur, keppni 1 af 4
17. apríl: Tvímenningur, keppni 2 af 4
24. apríl: Tvímenningur, keppni 3 af 4
1. maí: Tvímenningur, keppni 4 af 4
8. maí: Aðalfundur/tvímenningur
Í fjögurra kvölda tvímenningi eru tekin þrjú bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin. Einnig eru verðlaun veitt fyrir hraðsveitakeppnina og barómeter.
Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Breiðfirðingafélagsins.