Tenglar

9. maí 2011 |

Bridge: Vestfirðingarnir bættu sig milli ára

Eins og hér kom fram voru Reykhólamenn núna í fyrsta sinn í sveit Vestfirðinga á árlegu kjördæmamóti Bridgesambands Íslands, sem fram fór á Siglufirði. Að hefðbundnum hætti er miðað við gömlu kjördæmin átta en ekki núverandi kjördæmaskipan. Að auki er jafnframt boðið einni eða tveimur gestasveitum til þess að fjölga umferðum og gefa mótinu meiri lit. „Tíu mínútum fyrir keppni á laugardagsmorgun fréttum við að frændur okkar Færeyingar væru með landsliðið í æfingaferð og við ættum fyrsta leik við þá! En þeir hafa alltaf verið góðir við okkur í gegnum tíðina og svo fór að við unnum þá", segir Eyvindur Magnússon í Hólakaupum.

 

„Okkur var síðan kippt niður á jörðina í næstu umferð þegar sigurvegarar mótsins burstuðu okkur. Vorum allt mótið í baráttu við Suðurland um 5.-6. sætið og munaði litlu þar. Okkur Jökli gekk prýðilega, hann fékk 3,5 gullstig og ég 3 gullstig af 8 mögulegum og það fannst okkur gríðarlega gaman. Í lok móts tilkynnti sveitarfélagi okkar að kannski yrði nú bara hringt í okkur að ári. Á Siglufjörð komum við í þoku og fórum í þoku þrátt fyrir frábært veður allan laugardaginn.“

 

Á mótinu núna um helgina varð vestfirska sveitin í sjöunda sæti af alls tíu sveitum og jafnframt í sjöunda sæti af kjördæmasveitunum átta. Í fyrra varð vestfirska sveitin hins vegar í níunda og neðsta sæti af níu sveitum sem þá kepptu.

 

Á mótinu núna munaði aðeins einu stigi á Vestfirðingum og Sunnlendingum, sem lentu í sjötta sætinu. Lokastaðan varð þessi:

  •   1.   633 stig   Norðurland eystra
  •   2.   619 stig   Reykjavík
  •   3.   592 stig   Reykjanes
  •   4.   572 stig   Austurland
  •   5.   553 stig   Norðurland vestra
  •   6.   546 stig   Suðurland
  •   7.   545 stig   Vestfirðir
  •   8.   511 stig   Færeyjar (gestasveit)
  •   9.   402 stig   Vesturland
  • 10.   359 stig   Norðlendingafjórðungur (gestasveit)

06.05.2011  „Gulldrengirnir“ á Reykhólum spila á Siglufirði

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30