Bridge: Vestfirðingarnir bættu sig milli ára
„Okkur var síðan kippt niður á jörðina í næstu umferð þegar sigurvegarar mótsins burstuðu okkur. Vorum allt mótið í baráttu við Suðurland um 5.-6. sætið og munaði litlu þar. Okkur Jökli gekk prýðilega, hann fékk 3,5 gullstig og ég 3 gullstig af 8 mögulegum og það fannst okkur gríðarlega gaman. Í lok móts tilkynnti sveitarfélagi okkar að kannski yrði nú bara hringt í okkur að ári. Á Siglufjörð komum við í þoku og fórum í þoku þrátt fyrir frábært veður allan laugardaginn.“
Á mótinu núna um helgina varð vestfirska sveitin í sjöunda sæti af alls tíu sveitum og jafnframt í sjöunda sæti af kjördæmasveitunum átta. Í fyrra varð vestfirska sveitin hins vegar í níunda og neðsta sæti af níu sveitum sem þá kepptu.
Á mótinu núna munaði aðeins einu stigi á Vestfirðingum og Sunnlendingum, sem lentu í sjötta sætinu. Lokastaðan varð þessi:
- 1. 633 stig Norðurland eystra
- 2. 619 stig Reykjavík
- 3. 592 stig Reykjanes
- 4. 572 stig Austurland
- 5. 553 stig Norðurland vestra
- 6. 546 stig Suðurland
- 7. 545 stig Vestfirðir
- 8. 511 stig Færeyjar (gestasveit)
- 9. 402 stig Vesturland
- 10. 359 stig Norðlendingafjórðungur (gestasveit)
06.05.2011 „Gulldrengirnir“ á Reykhólum spila á Siglufirði