22. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is
Bridgeferð til Færeyja
Eyvindur Magnússon á Reykhólum og þrír aðrir úr Bridgefélagi Hólmavíkur fara til Færeyja um miðjan næsta mánuð og spila þar á kjördæmamóti í sameiginlegri sveit með spilurum úr Borgarfirði. Hinir þrír eru Karl Björnsson frá Smáhömrum við Steingrímsfjörð og bræðurnir Ingimundur og Vignir Pálssynir á Hólmavík. Fjórtán félagar í Bridgefélagi Hólmavíkur fóru suður í Logaland í Borgarfirði í síðustu viku og spiluðu tvímenning ásamt borgfirskum spilurum.
Völdum fyrirtækjum hafa verið send styrkbeiðnabréf og vonast Bridgefélag Hólmavíkur til þess að styrkir berist upp í kostnað við Færeyjaferðina.
Sjá einnig m.a.:
► 04.05.2012 Reykhólamaður sigraði á Strandamannamóti
► 27.02.2012 Brids á Hólmavík: Reykhólamenn í efstu sætum