Tenglar

26. október 2010 |

Bridgekvöld til skiptis á Reykhólum og í Nesi

Ætlunin er að spila bridge á fimmtudagskvöldum í vetur til skiptis á Reykhólum og í Króksfjarðarnesi. Byrjað verður á Reykhólum núna á fimmtudagskvöldið kemur, 28. október, og síðan verður spilað í Nesi 4. nóvember. Spilamennskan hefst kl. 19.30. Spilað verður í tengibyggingu íþróttahússins á Reykhólum og í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi.

 

Ekki er neitt spilagjald og ekkert kaffigjald, aðeins frjáls framlög.

 

Þeir sem eiga sagnbox eru beðnir um að taka þau með.

 

Nánari upplýsingar gefur Eyvindur í Hólakaupum í síma 434 7890 og 863 2341.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30