Tenglar

8. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Brids, prjónakaffi og félagsvist í Breiðfirðingabúð

Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð núna í haust.
Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð núna í haust.

Breiðfirðingar og aðrir spila brids í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík á sunnudögum í vetur eins og áður hefur verið og var fyrsta spilakvöldið núna á sunnudaginn. Ekki þarf að skrá sig heldur bara mæta þegar fólk langar til. „Við ætlum að vera mjög umburðarlynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig,“ segir í fréttabréfi Breiðfirðingafélagsins. Æfingagjaldið er 800 krónur á kvöldi og kaffi innifalið.

 

Prjónakaffið gamalkunna verður í Breiðfirðingabúð annan hvern mánudag kl. 20 og verður byrjað núna þann 13. janúar, en síðan verður það dagana 27. janúar, 10. febrúar, 24. febrúar, 10. mars, 24. mars og 7. apríl. Upplýsingar gefa Erla í síma 898 6747 og Sæunn í síma 864 2201.

 

Félagsvist verður spiluð í Breiðfirðingabúð annan hvern sunnudag kl. 14 frá 12. janúar til 13. apríl. Veitt verða margvísleg verðlaun. Miðaverð er 1.000 krónur og góðar kaffiveitingar að spilamennsku lokinni.

 

Nánari upplýsingar um bridsið og félagsvistina er að finna hér.

 

Vefur Breiðfirðingafélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30