Tenglar

27. september 2015 |

Brottför að loknum sumarverkum

Arnar, Dalli, Gunnbjörn og Hjalli.
Arnar, Dalli, Gunnbjörn og Hjalli.
1 af 2

Gunnbjörn Óli Jóhannsson verktaki frá Kinnarstöðum í Reykhólasveit (Kolur ehf. í Búðardal) fór núna fyrir helgina með tæki sín frá Reykhólum að loknum ýmsum verkum kringum Reykhólaskóla í sumar og haust, sem hér verður innan tíðar greint frá í máli og myndum. Með í för á flutningavagninum var dráttarvél sem var að fara í skemmuna á Kinnarstöðum til vetursetu eftir sumardvöl í dráttarvélahópnum mikla á Grund og þátttöku í Reykhóladögum. Unnsteinn Hjálmar Ólafsson (Hjalli á Grund) kom akandi á henni ofan frá Grund og beint upp á vagninn þar sem myndirnar voru teknar.

 

Dráttarvélin er Ferguson árgerð 1949 og var í eigu Kinnarstaðasystra, uppgerð á fimmtugsafmælisárinu 1999. Hún er með bensínvél og ber skráningarnúmerið Bd-7.

 

Með Gunnbirni á myndunum eru tveir af starfsmönnum hans, þeir Arnar Ólafsson og Guðjón D. Gunnarsson (Dalli), og Unnsteinn á Grund.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31