14. nóvember 2011 | Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
Brunaæfing í skólum á Reykhólum
Slökkviliðið og starfsfólk tekur virkan þátt í æfingunni. Kirkjan verður notuð sem athvarf fyrir nemendur og starfsfólk eftir væntanlegan flótta úr skólahúsnæðinu. Á eftir verður farið yfir atburðinn í heild sinni til að læra af því sem hugsanlega betur mætti fara. Sviðsettur verður eldur í skólahúsnæðinu og rýming skólans og leikskólans æfð.