Tenglar

31. janúar 2017 | Umsjón

Brúni hundamítillinn enn kominn á stjá

Brúni hundamítillinn / MAST-vefurinn.
Brúni hundamítillinn / MAST-vefurinn.

Fyrir skömmu var Matvælastofnun tilkynnt að brúni hundamítillinn hafi greinst á hundi. Mítill þessi er ekki ólíkur skógarmítlinum og lundamítlinum í útliti en er frábrugðinn þeim að því leyti, að hann getur farið í gegnum öll þroskastig innanhúss og alið þar allan aldur sinn.

 

Hundamítillinn getur fjölgað sér hratt við hentugar aðstæður, t.d. í hlýju íbúðarhúsnæði. Hann getur komið sér fyrir í sprungum í veggjum og gólfi, bak við lista o.s.frv. og orpið þar eggjum. Lirfur hans nærast helst á blóði úr hundum en geta líka látið sér nægja önnur spendýr, svo sem nagdýr. Fullorðnir hundamítlar nærast helst á blóði úr hundum en geta líka farið á önnur dýr, þar á meðal menn.

 

Nánar hér á vef Matvælastofnunar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31