31. janúar 2017 | Umsjón
Brúni hundamítillinn enn kominn á stjá
Fyrir skömmu var Matvælastofnun tilkynnt að brúni hundamítillinn hafi greinst á hundi. Mítill þessi er ekki ólíkur skógarmítlinum og lundamítlinum í útliti en er frábrugðinn þeim að því leyti, að hann getur farið í gegnum öll þroskastig innanhúss og alið þar allan aldur sinn.
Hundamítillinn getur fjölgað sér hratt við hentugar aðstæður, t.d. í hlýju íbúðarhúsnæði. Hann getur komið sér fyrir í sprungum í veggjum og gólfi, bak við lista o.s.frv. og orpið þar eggjum. Lirfur hans nærast helst á blóði úr hundum en geta líka látið sér nægja önnur spendýr, svo sem nagdýr. Fullorðnir hundamítlar nærast helst á blóði úr hundum en geta líka farið á önnur dýr, þar á meðal menn.
Nánar hér á vef Matvælastofnunar.