16. júlí 2011 |
Bryggjuhátíðin á Drangsnesi í sextánda sinn
Bryggjuhátíðin, bæjarhátíðin á Drangsnesi við Steingrímsfjörð, er haldin í dag sextánda árið í röð. „Ef þú hefur ekki prófað að fara á okkar árlegu Bryggjuhátið á krúttlegasta sjávarþorpi á Íslandi skaltu skella þér í djammgallann (eða sjógallann), kippa með þér ísköldum öllara og upplifa íslenskt sveitadjamm eins og gerist best. Einhvern tímann er allt fyrst!“, segir í tilkynningu.
Dagskrá Bryggjuhátíðarinnar á Drangsnesi og sitthvað sem hana varðar er að finna hér og hér á fréttavefnum strandir.is.