Tenglar

15. júní 2010 |

„Brýnasta verkefnið í vegamálum“

Teigsskógur. Ljósm. Sævar Helgason.
Teigsskógur. Ljósm. Sævar Helgason.
Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem hefur það að markmiði að stuðla að bættum samgöngum og umferðaröryggi með uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60. Samkvæmt frumvarpinu skal leggja veg frá Þórisstöðum í Þorskafirði, út með Þorskafirði vestanvert, um Teigsskóg og Hallsteinsnes, þvert yfir utanverðan Djúpafjörð vestur á Grónes og þaðan þvert yfir utanverðan Gufufjörð um Melanes og vestur fyrir Kraká að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal þeirra er að framkvæmdaraðili skal rækta birkiskóg á Vestfjörðum við sambærilegar aðstæður og eru í Teigsskógi, a.m.k. til jafns að flatarmáli við þann birkiskóg sem raskast eða verður fyrir áhrifum við fyrirhugaða framkvæmd.

 

Flutningsmenn frumvarpsins eru Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Í framlagðri áætlun skal gera grein fyrir hvaða efnivið er áætlað að nota við ræktunina, þ.e. hvort fyrirhugað sé að nota erfðaefni úr Teigsskógi eða annars staðar að á Vestfjörðum. Meta skal plöntunarárangur á ræktunarsvæðinu eftir að plöntun er lokið og meðan skógurinn er að ná sambærilegum vexti og í Teigsskógi og gera grein fyrir til hvaða ráðstafana er ætlað að grípa ef árangur verður ekki sá sem vænst er. Þá skal útboð framkvæmda skal fara fram árið 2010.

 

„Brýnasta verkefnið í vegamálum á Íslandi, vegagerð um Vestfjarðaveg, er í fullkomnu uppnámi og hefur svo verið um árabil. Þetta er ekki sakir fjárskorts. Á síðustu samgönguáætlun, sem gilti frá 2007 til 2010, var verulegu fjármagni, alls um 3 milljörðum króna, veitt til framkvæmda á leiðinni Svínadalur - Flókalundur. Í tillögu til þingsályktunar um nýja samgönguáætlun (2009-2012), sem liggur fyrir þinginu, er áhersla á vegagerð á þessu svæði, sem nær frá Þorskafirði að Þverá í Kjálkafirði,“ segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Þar er bent á að dómur Hæstaréttar um vegagerð í Þorskafirði með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar, ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem umhverfisráðherra staðfesti sjö mánuðum síðar, um að vegagerð frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði færi í umhverfismat, hefur gert það að verkum að ekkert liggur fyrir um vegagerð á þessu svæði þar sem þörfin sé þó brýnust.

 

„Við þetta verður ekki búið. Það er algjörlega óviðunandi að vegagerð á þessum slóðum geti ekki haldið áfram og það jafnvel þó að fjármagn sé til staðar. Markmið þess frumvarps sem er hér lagt fram er að rjúfa þennan grafalvarlega vítahring og heimila með lögum vegagerð á svæðinu út með Þorskafirði, með þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar, samkvæmt skv. tillögu B frá Vegagerðinni með þeim skilyrðum sem þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, setti í úrskurði sínum frá 6. janúar 2007. Er það skoðun flutningsmanna að slíkur vegur þjóni hagsmunum vegfarenda best, tryggi heilsárssamgöngur Vestur-Barðastrandarsýslu með tengingu við meginþjóðvegakerfi landsins og sé í sátt við umhverfið, segir í greinargerðinni.

 

Í greinargerð með frumvarpinu segir jafnframt: „Hvernig sem á málin er litið blasir við að mikil óvissa grúfir yfir því hvort og þá hvernig haldið verði áfram við að vinna að vegagerð á leið B, eins og ósk heimamanna stendur til. Þessi afstaða heimamanna kom skýrt fram nú síðast á geysilega fjölmennum fundi heimamanna með samgönguyfirvöldum á Patreksfirði 11. maí sl. Brýnt er að höggvið sé á þennan hnút og óvissunni aflétt. Æskilegast væri vitaskuld að leysa þessi mál í góðri sátt. Til þess að sú sátt ríki við heimamenn er nauðsynlegt að vegurinn liggi um láglendið og fari ekki upp á hálsana, Ódrjúgsháls og Hjallháls. Því miður virðist slíkt samkomulag ekki í sjónmáli. Þess vegna er nauðsynlegt að löggjafarvaldið sjálft taki af skarið og heimili þessa vegagerð.“

 

Þingskjalið

 

Athugasemdir

Ingi B Jónasson, mivikudagur 16 jn kl: 13:44

Hvað með hæstaréttardóminn ? á að hunsa hann eða setja lög sem ógilda hann ég held að þetta frumvarp kalli bara á fleiri dóma og tafir á lagfæringu vegarins vestur um 10 til 15 ár !

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30