6. júlí 2009 |
Brýnt öryggismál að Hvalfjarðargöng verði tvöfölduð
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á ríkisstjórnina, samgönguráðherra og þingmenn Norðvesturkjördæmis að fylgja eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Í ályktun sem stjórnin sendi frá sér segir að um brýnt öryggismál sé að ræða enda fari um tvær milljónir bíla um Kjalarnes og Hvalfjarðargöng árlega. Jafnframt sé framkvæmdin skynsamleg núna þegar þörf sé á atvinnuskapandi tækifærum.
Þess má geta, að í dag voru göngin lokuð í rúma þrjá klukkutíma vegna umferðarslyss.
Hvalfjarðargöngin voru vígð fyrir ellefu árum eða 11. júlí 1998.