Tenglar

3. febrúar 2017 | Umsjón

„Búa til enn eitt verkfræðiklúðrið“

Stefán Skafti Steinólfsson.
Stefán Skafti Steinólfsson.

Það má teljast furðulegt að eftir að hafa verið flengd í Hæstarétti skuli Vegagerðin þráast við og ætla að ryðjast út um nes og eyðileggja Teigsskóg, búa til enn eitt verkfræðiklúðrið og snjóagildru. Því miður með fulltingi einhverra heimamanna, oftar en ekki embættismanna sem koma og fara. Eins og segir í skýrslu Umhverfisstofnunar: Leið B mun eyðileggja Teigsskóg í núverandi mynd. Ég hvet forsvarsmenn Vegagerðarinnar til að snúa af villu síns vegar og velja þá leið sem mun verða landi og þjóð til heilla.

 

Þannig hefst niðurlagið í grein Stefáns Skafta Steinólfssonar (frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd) um væntanlega vegagerð í Gufudalssveit, en hún birtist í síðasta tbl. landshlutablaðsins Vestfirðir. Lokaorð hans eru þessi:

 

Vegagerðin leggur krók á leið sína. Jarðgöng eru langbesti og ódýrasti kosturinn þegar allt er reiknað. Vönduð vegagerð er jú markmiðið. Það er skammgóður vermir að spara eyrinn en kasta krónunni. Hvað skyldi kostnaðurinn vera kominn hátt í krónum talið við alla þessa endurhönnun, aðkeypta vinnu og lögfræðikostnað? Væri ekki rétt að láta náttúruna njóta vafans, og landeigendur að njóta eignaréttarins?

 

Og síðast en ekki síst, þá er ekki hægt að meta vernduð svæði eins og Teigsskóg til fjár. Með hverju árinu sem líður kemur betur og betur í ljós hve ósnortin svæði eru dýrmæt. Það er einfaldlega hlutverk þessarar kynslóðar að skila Teigsskógi betri til þeirrar næstu. Það sem eyðilagt er í umhverfinu fæst ekki bætt. Aldrei.

 

Hér má lesa grein Stefáns Skafta Steinólfssonar í heild.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31