8. september 2015 |
Búast má við að klukkur flýti sér
Þessa vikuna stendur yfir skerðing á flutningi á rafmagni til Vestfjarða vegna vinnu Landsnets við Mjólkárlínu 1 og Geiradalslínu 1. Á meðan þetta varir er stærsti hluti Vestfjarða rekinn sem sjálfstætt kerfi sem ekki er tengt við landskerfið. Af þessum sökum er tíðnin á veituspennunni (50 Hz) ekki eins nákvæm og venjulega. Þetta hefur í för með sér að klukkur sem ganga í takt við tíðni veituspennunnar (útvarpsvekjarar o.fl.) ganga ekki alveg á réttum hraða og má búast við að þær flýti sér um nokkrar mínútur á sólarhring. Reiknað er með að kerfið verði komið í eðlilegt ástand síðdegis á föstudag, segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.