22. mars 2015 |
Búðin á Reykhólum: Opnað viku fyrr en ráðgert var
Ása og Reynir Þór í Hólabúð.
Eigendur hinnar nýju Hólabúðar á Reykhólum hyggjast opna verslunina annað hvort á miðvikudag eða fimmtudag (25. eða 26. mars) eða viku fyrr en um hefur verið talað. Frá upphafi var stefnt að því að opna um mánaðamótin mars-apríl, eins og fram hefur komið.