Búið að draga í Spurningakeppni átthagafélaganna
Spurningakeppni átthagafélaganna, sem verður í Breiðfirðingabúð eins og í fyrri skiptin, hefst á fimmtudagskvöldið í næstu viku, 19. febrúar. Dregið var um það á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi hvaða lið lenda saman, en hér er um útsláttarkeppni að ræða.
Lið Breiðfirðingafélagsins skipa Grétar Guðmundur Sæmundsson, Daníel Freyr Birkisson og Páll Guðmundsson, en ekki hefur tekist að skipa varamann. Lið Barðstrendingafélagsins skipa Ólína Kristín Jónsdóttir, Gunnlaugur Júlíusson og Héðinn Árnason, en liðsstjóri er Jóhanna Fríða Dalkvist. Höfundur spurninga, spyrill og dómari verður sem fyrr Gauti Eiríksson.
Fimmtudagskvöldið 19. febrúar keppa:
Svarfdælingar og Dalvíkingar - Þingeyingafélagið
Norðfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna
Dýrfirðingafélagið - Patreksfirðingafélagið
Húnvetningafélagið - Súgfirðingafélagið
Fimmtudagskvöldið 26. febrúar keppa:
Siglfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna
Skaftfellingafélagið - Breiðfirðingafélagið - Barðstrendingafélagið
Ísfirðingafélagið - Vopnfirðingafélagið - Félag Djúpmanna
Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra - Bolvíkingafélagið - Átthagafélag Vestmanneyinga
Þar með er ljóst, að annað hvort Breiðfirðingafélagið eða Barðstrendingafélagið fellur út í fyrstu lotu. Átta liða úrslit verða síðan 5. mars og lokasennurnar 12. mars.
► 05.02.2015 Átthagafélögin keppa í þriðja sinn