Tenglar

11. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Búið að loka Gistiheimilinu Álftalandi

Álftaland á Reykhólum.
Álftaland á Reykhólum.

Gistiheimilinu Álftalandi á Reykhólum hefur verið lokað. Þessa dagana eru Steinar Pálmason og Sigríður Birgisdóttir, sem hafa rekið heimilið síðustu sjö árin, að tæma húsið og flytjast suður. Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, hafa eignast húsið eftir yfirtöku á skuld við Íbúðalánasjóð. Samkvæmt upplýsingum sem Reykhólavefurinn fékk hjá Hömlum verður húsið sett á sölu.

 

Steinar Pálmason sagði í samtali við vefinn í morgun, að hér sé eingöngu um húsið sjálft að ræða eða fasteignina Álftaland. Hann eigi félagið Álftaland ehf. og muni flytja það suður og hefja rekstur undir því nafni á nýjum stað. „Þannig má ekki lengur reka Gistiheimilið Álftaland hér á Reykhólum heldur verður það gert annars staðar.“

 

Steinar bað um að eftirfarandi kæmi skýrt fram eftir sér haft: „Gistiheimilið Álftaland fór ekki í þrot, það eru engin vandamál í sjálfum rekstrinum. Við réðum hins vegar ekki við afleiðingar efnahagshrunsins, réðum ekki við dæmið hjá Íbúðalánasjóði, þar sem lánið hækkaði úr 18 milljónum upp í 34 milljónir.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31