Tenglar

11. febrúar 2012 |

Búnaðarblaðið Freyja komið út á nýju ári

Fyrsta heila starfsár búnaðarblaðsins Freyju er byrjað og nýtt blað aðgengilegt á vefnum. Tæpt ár er liðið frá því hugmyndin um útgáfu blaðsins kviknaði og núna hafa þrjú blöð litið dagsins ljós. Efni þessa fyrsta blaðs árið 2012 er mjög blandað og víða komið við. Þar eru greinar um sáningu, áburðaráætlanir og sauðburð, að umræðunni ógleymdri. Farið er í heimsókn austur á gresjur Ungverjalands ásamt því meðal annars að fræðast um blendingsrækt nautgripa og blandaðan búskap á Tannstaðabakka í Hrútafirði.

 

„Líkt og áður þiggjum við með þökkum álit lesenda á blaðinu, sem og ábendingar um áhugavert efni. Best er koma því á framfæri með því að senda ritstjórn línu í þetta netfang“, segir í tilkynningu.

 

Ritnefnd Freyju:

  • Bjarni Guðmundsson, prófessor í bútækni og verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands.
  • Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Leiðbeiningamiðstöðinni Skagafirði.
  • Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri ráðgjafasviðs hjá Bændasamtökum Íslands.
  • Magnús B. Jónsson, prófessor við LbhÍ og nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands.

Ritstjórar og ábyrgðarmenn:

  • Axel Kárason frá Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði.
  • Eyjólfur Ingvi Bjarnason (Jolli) frá Ásgarði í Dölum.
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir frá Svertingsstöðum í Eyjafjarðarsveit.

 

Búnaðarblaðið Freyju má lesa hér á pdf-formi (notið prósentureitinn efst til að stækka).

 

02.07.2011  Landbúnaður: Freyja ætlar að fylla skarð Freys

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31