Tenglar

13. júní 2016 |

Búvörusamningarnir: Ráðherrarnir umboðslausir?

Ljósm. Kjarninn.
Ljósm. Kjarninn.

Formenn nokkurra stærstu aðildarfélaga Bændasamtaka Íslands (BÍ); Landssambands kúabænda, sauðfjárbænda, garðyrkjubænda og kartöflubænda, taka allir heilshugar undir orð formanns BÍ vegna harðorðrar umsagnar Samkeppniseftirlitsins um búvörusamningana. Allir undirstrika að samningarnir séu undirritaðir og ekki komi til greina að endurskoða veigamikil atriði án þess að fara aftur í samningaferli. Þeir lýsa yfir áhyggjum af stjórnsýslunni og velta upp spurningu um hvort fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra hafi verið umboðslausir þegar þeir skrifuðu undir.

 

Þetta kemur fram í fréttaskýringu Sunnu Valgerðardóttur í Kjarnanum í dag.

 

Búvörusamningarnir voru ekki afgreiddir á Alþingi fyrir sumarfrí. Formaður Bændasamtakanna sagði í kjölfarið að það setti samningana í óvissu. Það kom sannarlega á daginn. Í síðustu viku sendi Samkeppniseftirlitið harðorða umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis þar sem sagði að samningarnir þarfnist gagngerrar endurskoðunar til að tryggja almannahagsmuni áður en Alþingi samþykkir þá. Samningar við mjólkuriðnaðinn voru gagnrýndir hvað mest.

 

Meira hér, þar sem meðal annars er rætt við formennina.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31