Tenglar

9. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

„Byggðin sem gleymdist“

Eyþór Jóvinsson.
Eyþór Jóvinsson.

Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast.

 

Þannig hefst grein undir ofanritaðri fyrirsögn sem Eyþór Jóvinsson, efsti maður á lista Lýðræðisvaktarinnar í NV-kjördæmi sendi vefnum til birtingar. Einnig segir hann m.a.: 

  • Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum en ekki sértækum plástrum. – Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar.
  • Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. – Vera sjálfbjarga.

 

Grein Eyþórs í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31