Tenglar

4. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Byggingu saltvinnslunnar við Reykhólahöfn miðar vel

1 af 4

Ef tíðarfarið verður þokkalegt er stefnt að því að vinnsluhús Íslenska saltfélagsins ehf. við Reykhólahöfn geti orðið fokhelt í lok þessa mánaðar, að sögn Eiríks Kristjánssonar húsasmíðameistara á Reykhólum. Hann er ánægður með gang verksins hingað til þó að veðrið hafi að vísu verið leiðinlegt í síðustu viku. „Ef við fáum hægviðrisdaga ætlum við að loka austurhlutanum núna í vikunni,“ segir hann.

 

Lokið var við þakið laugardaginn þegar þorrablótið á Reykhólum var haldið fyrir rúmri viku.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í dag.

 

23.01.2013 Stefnt að því að húsið verði fokhelt í næsta mánuði

18.12.2012 Íslenska saltfélagið á Reykhólum í fréttum Stöðvar 2

04.12.2012 Bygging saltvinnslu á Reykhólum hafin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31