Tenglar

4. janúar 2011 |

Bylting í brunavörnum í sveitum

Slökkvidælan í Hænuvík. Mynd: ruv.is.
Slökkvidælan í Hænuvík. Mynd: ruv.is.
Litlar traktorsdrifnar brunadælur geta skipt sköpum ef eldur kemur upp á afskekktari stöðum. Slökkviliðsstjórinn á Patreksfirði vill að íbúar á slíkum stöðum verði sín eigin slökkvilið. Búið er að koma einni slíkri dælu fyrir á ferðaþjónustubænum Hænuvík við utanverðan Patreksfjörð. Litlu dælurnar láta ekki mikið yfir sér en þegar þær eru komnar á sinn stað aftan á dráttarvélunum skila þær álíka krafti og meðal slökkvidæla á slökkvibíl. Og þær hafa þann kost að þær eru alltaf á staðnum.

 

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði, vill að íbúar á afskekktum bæjum séu færir um að bjarga sér sjálfir ef upp kemur eldur. Slökkviliðið geti verið lengi á staðinn. Svo komist traktorarnir líka miklu lengra en slökkvibílar. En Davíð segir slökkvidælu ekki vera nóg, reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki þurfi að vera á hverjum bæ. Hann segir, að búi fólk í 20-30 mínútna fjarlægð frá slökkviliði, þá sé ekki hægt að tala um lífbjörgun.

 

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30