Tenglar

26. desember 2014 |

Dægurlagið hraðfleyga sem fæddist á Reykhólum

Um jólin 1951 var haldin barnaskemmtun á Reykhólum og Sigfús Halldórsson tónskáld fenginn til að leika jólasvein. „Þá varð ég heldur betur var við að Litla flugan var auðlærð,“ sagði hann seinna í viðtali. „Ég var ekki búinn að syngja hana nema einu sinni þegar allir krakkarnir sungu hana með mér.“ Sigfús hefur sagt að lagið hafi verið sungið „fram og aftur og út á hlið, liggur mér við að segja, og ég vænti þess, að hún hafi svipt einhverjum skammdegisdrunga á brott.“

 

Á jóladag fyrir tveimur árum voru hér á vefnum rifjuð upp undir ofanritaðri fyrirsögn atvik þess er Sigfús samdi á nokkrum mínútum lagið við ljóð Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra á Reykhólum, Litlu fluguna. Þar má lesa ítarlega samantekt Jónasar Ragnarssonar ritstjóra um lagið og ljóðið og höfunda beggja. Núna á jólum er kannski ekki úr vegi að rifja þetta upp. Skyldi Litla flugan ennþá vera sungin á skemmtunum á Reykhólum?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31