Tenglar

20. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

„Dæmum þá af verkum þeirra“

Eyþór Jóvinsson.
Eyþór Jóvinsson.

Fyrir tuttugu árum var ég í blómlegum grunnskóla á Flateyri ásamt 57 öðrum nemendum. Fjórir af þeim búa nú enn á Flateyri. 53 hafa ákveðið að yfirgefa Flateyri og flytja á brott. Árið 1992 voru íbúar Flateyrar 400 talsins. Í dag eru íbúar Flateyrar innan við tvö hundruð. Helmingurinn er farinn á tuttugu árum. Það sem verra er, að sú kynslóð sem ætti að vera að byggja upp framtíð Flateyrar er sú kynslóð sem er farin. Flutt frá Flateyri.

 

Þannig kemst Eyþór Jóvinsson á Flateyri að orði í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir ofangreindri fyrirsögn. Eyþór skipar efsta sætið á lista Lýðræðisvaktarinnar (XL) í Norðvesturkjördæmi. Einnig segir hann:

 

Flateyri er ekki einsdæmi. Þessi ömurlega byggðarþróun hefur átt sér stað á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, sem hafa þrátt fyrir það lofað að efla landsbyggðina fyrir hverjar kosningar, alls fimm sinnum. - Þetta er árangurinn.

 

Grein Eyþórs í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 21 aprl kl: 16:41

Já Eyþór ...orð í tíma töluð....Þannig var aflagt þetta heilbryggða og góða skólakerfi...fólk var sent í heimavist til menntunnar og þar lærði það mannleg samskipti og hvernig það er að vera einn af fjöldanum...ég var nemandi í Reykjaneskóla í 4 vetur...ég mundi ekki sypta á þeim tíma fyrir nokkurn pening...þar var sjálfsagin skapaður ásamt því að búa til einstaklinga með málefnalega tilögur...ekki bara frumflutta frasa sem eru alsráðandi núna Góður bistill hjá þér !!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30