20. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson
		
	Dagatal Kvenfélagsins Kötlu komið út
 Nú er dagatal kvenfélagsins Kötlu fyrir árið 2018 komið í sölu. Eins og allir vita þá styrkir kvenfélagið Katla góð málefni í sveitafélaginu og er sala á dagatalinu liður í fjáröflun þess.
 Dagatalið er með myndum úr sveitafélaginu.
 Það er til sölu eins og er á Handverksmarkaðnum Össu í Króksfjarðarnesi og á Báta og hlunnindasafninu á Reykhólum. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
		 
		 
		