22. apríl 2010 |
Dagskrá Barmahlíðardagsins á Reykhólum
Rétt eins og venjulega er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur með Barmahlíðardeginum á Reykhólum. Þar er margt sér til gamans gert frá því laust eftir hádegi og fram á kvöld. Veður er prýðilegt um hádegisbil, hægviðri og sólfar en fremur kalt, enda frusu vetur og sumar saman. Hér er að finna umfjöllun um dagskrána auk pdf-tengils á hana í einstökum atriðum.