20. apríl 2011 |
Dagskrá Barmahlíðardagsins á Reykhólum
Barmahlíðardagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur á Reykhólum á sumardaginn fyrsta. Enda þótt hann hafi í byrjun (og sé enn í dag) kenndur við Dvalarheimilið Barmahlíð hefur dagskráin a.m.k. á síðari árum alls ekki verið einskorðuð við heimilið þótt hluti hennar sé þar. Að þessu sinni verður dagskrá á tveimur stöðum, í Barmahlíð og í íþróttahúsinu á Reykhólum. Dagskrána er að finna hér (pdf).
Þess má geta, að „stórsveitin“ sem spilar í Barmahlíð kl. 14 mun ekki enn hafa hlotið nafn.