Tenglar

19. mars 2009 |

Dagskrá Ferðamálasamtaka Vestfjarða öllum opin

Líf og fjör í pottunum á Drangsnesi. Mynd: Vefur Ferðamálasamtakanna.
Líf og fjör í pottunum á Drangsnesi. Mynd: Vefur Ferðamálasamtakanna.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi á Ströndum dagana 17.-19. apríl. Í tengslum við fundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungunum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni Drangsness.

 

Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem skilgreina sig í ferðaþjónustu. Hægt er að ganga í samtökin með því að smella hér og skrá sig en eingöngu fullgildir og skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

 

Aðalfundurinn og málþingið eru öllum opin, hvort sem þeir eru í samtökunum eða ekki. Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum eru hvattir til að koma og taka þátt í dagskránni um þessa skemmtilegu helgi hjá Ferðamálasamtökum Vestfjarða. Allar nánari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða í netfanginu arnkatla2008@strandir.is. Endanleg dagskrá fundarins og viðburða honum tengdra verður birt fljótlega eftir næstu helgi.

 

Ferðamálasamtök Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30