Tenglar

5. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Dagskrá Reykhóladaga 12. - 14. ágúst 2022

Föstudagur:


13:00-14:30 Afmælishátíð Hólabæjar.

Hólabær fagnar 30 ára afmæli og heldur veislu af því tilefni. Jörgen Nilsson verður með Gögl kennslu fyrir alla. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

 

15:00 Bátabíó fyrir börn á Hlunnindasýningunni.

 

17:00-19:00 Afmælishátíð. Á þessu ári er sundlaugin okkar 75 ára, sveitarfélagið 35 ára og leikskólinn 30 ára. Því býður sveitarfélagið til veislu í Hvanngarðabrekku. Hreimur Örn sér um brekkusöng, froðu rennibraut og grill í boði sveitarfélagsins.

 

19:00-20:30 Casino fyrir unglinga í íþróttahúsinu.

Jörgen Nilsson stýrir "casino" stemningu í íþróttahúsinu fyrir 12-17 ára. Spil, vinningar, tónlist og stemning!

 

21:00 Hinn eini sanni Herbert Guðmundsson verður með tónleika á Báta- og Hlunnindasýningunni. Aðgangseyrir 1000 krónur.

 

22:00 Pöbb Quiz á Báta- og Hlunnindasýningunni. Þemað að þessu sinni er ALDREI

FÓR ÉG SUÐUR! 18 ára aldurstakmark, frítt inn.

 

 

Laugardagur:


9:30 Reykhóladagahlaupið: Ræst stundvíslega frá Bjarkalundi. Hlaupið að Grettislaug. Hægt að panta far inn að Bjarkalundi hjá Jóhönnu. (Johanna@reykholar.is)

10:30 Reykhóladagahlaupið skemmtiskokk ræst frá Grettislaug.

 

11:30 Boðið heim í súpu

Hægt verður að kíkja í súpu á Litlu-Grund og á pallinum á Hólatröð 5. Ef fleiri bætast í hópinn þá verður það auglýst á Facebook síðu hátíðarinnar.

 

12:30 Bakkabræður, brúðusýning.

Elfar Logi verður með brúðusýninguna Bakkabræður fyrir börn á öllum aldri. Frítt inn.

 

13:00-16:00 Vöfflur á Báta- og Hlunnindasýningunni.

 

13:30 Dráttarvélaskrúðganga

Hin árlega stórglæsilega dráttarvéla skrúðganga leggur af stað frá Grund og hægt verður að fylgjast með akstrinum í gegnum þorpið. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni á bílunum sínum frá klukkan 13:30-14:00 til að vélarnar eigi greiða leið í gegnum þorpið.

 

14:00 Dráttavélarfimi

Heimsmeistaramótið í dráttarvélafimi. 25 ára aldurstakmark. Skráning á staðnum.

 

14:00 Hestafimi

Fyrir þá sem eru ekki með aldur til að vera með í dráttarvélafiminni getur fólk brugðið sér á bak á einu hestafli og leyst verkefni.

 

16:00 Björn Thoroddsen og Hera Björk með tónleika í Reykhólakirkju.

Bjössi Thor og Hera flytja dagskrá þar sem lög með ljóðum Jóns Thoroddsen verða m.a. flutt, lög eins og Hlíðin mín fríða, Búðarvísur, Litfríð og ljóshærð, Krummi svaf í klettagjá, Vorið er komið og grundirnar gróa og margt fleira verður á dagskrá.

Aðgangseyrir 3000 krónur.

 

17:30-18:30. Gömlu góðu leikirnir og nýir með.

Hér verða rifjaðir upp taktar í leikjum sem hafa verið mörgum kunnir í áraraðir ásamt því að kynnast einhverju nýju. Hér eru fullorðnir sérstaklega hvattir til að koma og bregða á leik með börnunum sínum

 

20:00 Hús opnar fyrir menningarkvöld.

Menningarkvöld með fjölbreyttri dagskrá.

Bergsveinn Birgisson flytur kynninguna Uppruna mýta Íslands og landnám Breiðafjarðar,  þar sem farið verður um slóðir svarta víkingsins og kannað hvernig skrifað var um landnámið á miðöldum, og það sem vantar í þá sögu.

Elfar Logi verður með skemmtilegt sögu sprell. Um sögur úr nágrenninu.

Gulla á Gróustöðum með langa nafnið og hinn Helgi Víkingur verða veislustjórar og munu stýra PowerPoint karaoke þar sem vel valdir einstaklingar munu sýna listir sinar í kynningum á hlutum tengdum sveitarfélaginu án undirbúnings.

Ásamt því að Hlynur Snær tekur nokkur lög með okkur og mun svo spila fram eftir nóttu á Báta- og Hlunnindasýningunni.

Kvenfélagið selur léttar veitingar.

 

Skráning á johanna@reykholar.is eða með því að senda SMS í síma 6982559 til að hægt sé að gera ráð fyrir sætafjölda.

Þessi viðburður er ætlaður fullorðnum.

 

23:00-2:00 Lifandi tónlist á Báta- og Hlunnindasýningunni. Hlynur Snær trúbador mun trylla lýðinn. Ókeypis aðgangur. 18 ára aldurstakmark.

Barinn verður opinn í Café Reykhólar fram á kvöld. Hægt að fá sér einn kaldan.

 

Andlitsmálning fyrir krakka verður í Reykhólabúðinni á laugardeginum.

 

 

Sunnudagur:


11:00 Sveppatínsla og fræðsla um sveppi

Langar þig að fara í fjársjóðsleit í íslenskum skógi. Líffræðingurinn og sveppa snillingurinn Eiríkur Jensson í Berufirði mun sjá um sveppa kennslu um lykilatriðin í sveppatínslu. Farið verður í göngu um Barmahlíðarskóginn og athugað hvað vex meðal Íslands hæstu trjáa.

Mæting á bílastæðinu við Barmahlíðarskóginn. Þátttakendur þurfa að taka með sér vasahníf og bréfpoka.

Þessi viðburður er í boði Eiríks Jenssonar, skipulagður af Jamie Lee With Love, Iceland og er enginn aðgangseyrir.

Frábær fjölskylduviðburður.

 

 

14:00 Dagskrá í Króksfjarðarnesi hefst. Félagar úr harmonikkufélaginu Nikkólínu mæta á svæðið. Vöffluhlaðborð frá klukkan 14:00-16:00. Vafflan á 1000 krónur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30